Happy hour

Á föstudaginn kíkti ég út í "smá" happy hour eftir vinnu.

Byrjaði á að fara í einn Tom Collins á Loftið. Það er ss. nýi uppáhalds drykkurinn minn og það tekst engum að gera hans eins góðan og snillingunum á Loftinu. Mæli klárlega með honum, er á skítnar 1000 kr. á happy hour !! $$$ Gjöf en ekki gjald. 

Tom Collins

Næst færðum við okkur yfir götuna á nýja veitingarstaðinn í Austurstrætinu, Tríó ! Það var tilgangur ferðarinnar, að kíkja á þennan nýja og spennandi stað. Ótrúlega fallegur og nýuppgerður staður og þjónarnir alveg extra vingjarnlegir. Fengum okkur gómsætan bláberjakokteil, hann fær mín meðmæli.
Fyrir áhugsama er happy hour á Tríó milli 17 og 18.

Gómsætir drykkir

Rómó setustofa

Skemmtilegar skreytingar

Elska þennan stól !! Langar í hann !!


Það er svo ótrúlega notalegt að búa svona down town, að rölta og sötra nokkra kokteila og vera svo komin heim fyrir miðnætti. Djamm fram á nótt er ofmetið !! (....eða ég orðin gömul)
- Bára

This entry was posted on mánudagur, 11. nóvember 2013 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply