Eitt af þessu sem er ekki hægt að lifa án..

Eitt af hlutunum sem ég get ekki lifað án er "naglalakka fjarlægjari" (e. nail polish remover) frá Sephora !
Þessi snilld kemur í staðin fyrir acetone & bómull kombóið. 
 
Það er fátt jafn ósmekklegt en að vera með hálf flagnað naglalakk og þar sem ég vinn við að hitta viðskiptavini vill ég leggja upp með að vera snyrtileg til fara í vinnunni og neglurnar ekki undanskildar þar á. Þar sem ég á bara 24 tíma í sólarhringnum gef ég mér sjaldan tíma til að taka naglalakkið af og setja nýtt á fyrr en ég "neyðist" til. Ég er yfirleitt með brúsann í töskunni því ég gef mér oftast tíma til að naglalakka mig við skrifborðið í vinnunni.
 
Mér finnst leiðinlegast að taka glimmer naglalakk af mér því bómullin á það til að festast við glimmerið og það er hálf ógerlegt að taka það af nema tæma acetone brúsann í bómullin.....eeen það er liðin tíð með þessari guðdómlegu uppfinningu. Maður hefur bara puttann aðeins lengur ofaní brúsanum en þegar um venjulegt naglalakk er að ræða.

 
 
 
 
Ég keypti mér þetta í Kaupmannahöfn, en ég veit að Maybelline hefur gefið út samskonar dæmi svo þetta ætti að fást á þeim stöðum sem selja vörur frá Maybelline á Íslandi.
Hvort það virkar jafn vel og mitt veit ég ekki, en það sakar ekki að tékka á þessu. Conceptið er amk. að virka :D
 
 
 
 

This entry was posted on þriðjudagur, 19. nóvember 2013 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply