DIY - Kertastjakar II

Í september bloggaði ég um kertastjaka sem ég gerði úr flöskum og krítarmálingu (sjá HÉR). 


Dúllaði mér að kríta LVE á þær um leið og málingin var þornuð...... því það var það fyrsta sem mér datt í hug.

Í dag þreif ég íbúðina hátt og lágt fyrir jólin, svona áður en ég leggst í prófalestur. Þar sem ég er að taka háskólagráðu nr. 3 er ég aðeins farin að læra inná sjálfan mig og veit að ef það er ekki allt hreint og fínt þegar ég byrja að læra þá mun mér detta það í hug að fara að þrífa þegar ég á að vera að læra. Svo ég sé við sjálfri mér og geri þetta áður en ég opna bækurnar. 

Í dag ákvað ég að breyta aðeins til og setti flöskurnar í "jólabúning" :P 


Huggulegheit á Grettis í kvöld. 

❤ Jóla-Bára 

This entry was posted on laugardagur, 23. nóvember 2013 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply