Í fyrra vetur fékk ég flinkustu frænku í heimi í heimmara og hún gerði sér lítið fyrir og rissaði fríhendis eitt stykki Ísland upp á vegginn í stofunni hjá mér (ok, hvernig er hægt að vera svona hæfileikaríkur ?! Ég bara spyr). Þetta er fallegasta DIY verkefni sem ég hef tekið þátt í að búa til og má til með að monta mig aðeins af því enn eina ferðina.
1) Hugmyndin fæddist við gönguferð um Hverfisgötuna í Reykjavík, þar er samskonar Ísland búið til af nemendum í Listaháskólanum skilst mér.
2) Eitt stykki frænkukrútt í heimmara með blýant í hönd
3) IKEA ferð og speglaflísar keyptar
4) Hamar og 7 ára ógæfa við að brjóta allar flísarnar (ok, nú skil ég afhverju bílnum mínum var stolið í sumar)
5) Puzzle fyrir lengra komna !!
6) Viku seinna = Fallegasta spegla-Ísland sem ég hef augum litið komið upp á vegg !!!
DIY - Ísland
Útlínurnar komnar á vegginn
Pússlið byrjað
REDDÝ !!!!!
Svona leit þetta út í fyrra vetur...
...síðan þá höfum við skipt um stól og fengum einn með sál
Hús og Híbýli kíkti í heimmara og fékk að mynda Íslandið í vor.
Aðal party leikurinn er að taka mynd af sér í speglinum...
...ég mun aldrei tíma að selja íbúðina því ég get ekki tekið þessa gersemi með mér. Þegar ég hugsa þetta betur hefði verið mun sniðugara að setja þetta á plötu eða striga svo hægt væri að færa þetta um set.
En isssss, ég er ekki að fara að flytja næstu 10 árin, svo þetta er OK.
- Bára
hæ hæ þetta er ofboðslega flott hjá þér og hef ég einmitt verið með þessa hugmynd í kollinum sjálf síðan ég sá þetta í miðbænum. Hvernig braustu speglana? með hamar eða skarstu þá í búta með svona glerhníf?
SvaraEyðakv.María :)
Ég braut speglana með hamri, vafði þeim inn í plastpoka fyrst (svo flísarnar færu ekki út um allt) og svo íhandklæði utan um pokann til að minnka háfaðann og höggin :)
Eyða