Archive for nóvember 2013

Kæri jóli...

GK gerir mér lífið erfiðara með að vera að pósta myndum á Instagram. 

Ég er búin að hafa augastað á hring hjá þeim í soldinn tíma og núna ætla ég formlega að óska mér hann. (...er að vanda mig að hoppa ekki strax af stað og kaupa hann sjálf)

Sjáiði hvað hann er fallegur.... 
Ég hef ekki enn farið og mátað hann (af ótta við að hann komi með mér heim), en sé hann fyrir mér sem svona everyday-hring, því hann er svo passlega stór.


No Comments »

Íslenskt í jólapakkann - Instaprent

Ég ætla að halda áfram að blogga um íslenskt í jólapakkann.
 
Instaprent er frekar sniðugt consept. Ég pantaði mér kodda frá þeim í vor og fæ reglulega komment á hvað hann er skemmtilegur og spurningar um hvar hægt sé að fá svona, enda hálfgert myndaalbúm í sófanum :D


Um Instaprent (tekið af heimasíðunni þeirra)

Instaprent er nýstárleg þjónusta sem gerir þér kleift að hanna fallega hluti úr þínum eigin Instagram myndum. Ferlið er einfalt. Þú velur þér vöru, skráir þig inn á Instagram og velur þínar uppáhalds Instagram myndir. 5 til 7 dögum seinna færðu póstsendingu þér að kostnaðarlausu og þá er bara að njóta. 


 
Mér fannst allt viðmót í pöntunarferlinu frekar þægilegt svo ég get vel hugsað mér að panta frá þeim aftur.
Eini gallinn við púðann er sá að það má ekki þvo hann :/ En við höfum átt okkar í meira en hálft ár og hann er enn eins og nýr svo það er kannski ekkert til að hafa áhyggjur af. 


Á síðunni er hægt er að panta: 
  • Segla á ísskáp
  • Púða
  • Límmiða
  • Ljósmyndir (nýtt)
  • Merkimiða á pakka (nýtt)
Sé vörurnar fyrir mér sem ekta gjöf fyrir ömmu og afa sem fá ekki nóg af myndum af barnabörnunum en koma ekki fleiri myndum á veggina hjá sér, eða skemmtilega gjöf fyrir vinkonurnar, aldrei leiðinlegt að eiga góðar minningar td. hangandi á ísskápnum í formi seguls... eða skemmtilega og öðruvísi merkimiða á jólapakkana í ár :)
HÉRNA er síðan þeirra www.instaprent.is og HÉRNA er facebook síðan þeirra.  
 
XoXo 
Jólaálfurinn Bára

No Comments »

Gullkorn

★
Þetta gullkorn er góð áminning fyrir mig, sérstaklega á álagstímum eins og ég er að eiga þessa dagana...eða vikurnar.
 
Elsku jólapróf <3
 
 
 
 

No Comments »

New in - Eskimóa úlpa

Í síðustu viku fór ég í smá sveitaferð á mínar æskuslóðir í Hafnarfjörðinn.... hahah ótrúlegt hvað mér finnst langt í Hafnarfjörð eftir að ég flutti til höfuðborgarinnar, nota bílinn minn svo sjaldan að það er alveg hátíðleg athöfn þegar ég sest inn í hann og legg upp í langferð :P
Tilefni þessarar ferðar var úlpa sem ég bara rakst á á facebook og það varð ást við fyrstu sýn !! Karrýgul og með mest djúsí hettu sem ég hef séð, er eins og eskimói ef ég set hana á hausinn, en þegar ég er með hana niðri er hún eins og fullkominn djúsí loðkragi.
6 mínútum eftir að myndin af úlpunni kom inn á facebook var ég búin hringja og láta taka hana frá og klukkutíma síðar var hún orðin mín !! (það þarf að leggja mig inn ! #shopaholic)
Mæli svo með því að þið kíkið í þessa litlu sætu búð á Linnetstíg í Hafnarfirði (við hliðina á Íslandsbanka). Búðin heitir Strangers og er bæði fyrir stelpu og stráka. Það sem kom mér mest á óvart við búðina var verðið !! Ótrúlega sanngjarnt verð fyrir flott föt, eitthvað sem hægt að segja um fæstar íslenskar fatabúðir nú til dags.


Úlpan var á 14.990 kr.

Til samanburðar var Gallerí 17 að pósta mynd á instagram í dag af þessum stuttermabolum sem kosta 7.990 kr. ...get ekki sagt að ég hoppi jafn hátt í sætinu yfir því :/


Strangers er búin að vera opin í ca. 1 mánuð og ég verð eiginlega bara að fagna því að það sé að bætast í miðbæjarlífið í Hafnarfirðinum ! Vantar bara fleiri veitingastaði og þá er ég viss um að fólk væri mikið meira að rölta niður í bæ en hefur verið síðustu ár.

Opnunartíminn er : mán - föst 12 - 18 og laug 12 - 16 

HÉRNA er facebook síðan þeirra

xo xo 

3 Comments »

Það er lærdómsdagur í dag

You learn something everyday -inspiring quote, life quote
 
xo - xo

No Comments »

Leðurbuxur

Leðurbuxur & þykk peysa eða leðurbuxur & loð.
 
Frekar heitt kombó <3
Street fashion leather skinnies and oversize chunk sweater
How to Chic: LEATHER PANTS
Winter
head to toe black.....& a pop of neon.
leather leggings
Winter Street Style
Outfit inspo ❤️
 
Leather pants!
Leather pants, fur & wedges
✔
Þarf að dusta rykið af leðurbuxunum mínum, það er klárt !
No Comments »

Kaffi ?!

Afhverju finnst mér svona pæjulegt að drekka kaffi ???

Ég hef gert nokkrar heiðarlegar tilraunir til að bragða þennan drykk, en ég bara kem honum með engu móti ofaní mig...sem er svo sem ágætt þar sem hann er ekkert sá hollasti, gular tennur, andfýla og hvað það heitir allt saman sem eru fylgikvillar :P
En mér finnst lyktin dásamleg og það er eitthvað svo hlýlegt við að horfa á fólk með bolla, sérstaklega á svona dimmum og köldum dögum eins og eru búnir að vera undanfarið.

Cute sweaterThat jacket
Am quite in love with girls who wear beanies. #fashion #style #casual #chic #women

missguided5.jpg_effected

winter white

black fur vest

T-SHIRT: http://www.glamzelle.com/products/celine-up-the-bitches-print-shirt-2-colors-available-1chucks + beanie

Kannski að ég einbeiti mér bara að vera pæja bara með djús ?? ....eða kakó :P Hahaha !

Street styleNo Comments »

DIY - Hollasta jóla"konfektið"

Fyrir þá sem vilja hafa annað en konfekt og önnur sætindi á boðstólnum í jólaboðunum í ár þá er þetta alveg fjandi sniðugt !!

Skellir þér út í föndurbúð og kaupir þér "keilu" í þeirri stærð sem þér hugnast

Tannstöngli stungið í brokkolí og svo inn í keiluna, ágætt að byrja neðst og færa sig upp til að hafa skipulag á þessu.

Hérna sjást tannstönglarnir vel

veggie christmas tree04
Svo er um að gera að skreyta jólatréð með allskonar gúmmelaði, paprikum, tómötum og bara því sem ykkur dettur í hug :D

Ekki verra að hafa ídýfu á kantinum til þess að dýfa þessu í ....ef maður tímir að borða þetta.

- JólaBára

PS. ef þér finnst bloggið mitt skemmtilegt þá máttu endilega deila "like-síðunni" minni á facebook með vinum þínum. (HÉR) 

No Comments »

Sunnudagsgullmoli

Always. Love. Talk.

Xo-Xo

No Comments »

Íslenskt í jólapakkann - Tréleikur

Ég elska íslenskt og finnst gaman að styrkja íslenska hönnuði. Ég man ekki hvernig ég rakst á Tréleik, en það er íslenskur smíðakennari sem er með skemmtilega framleiðslu heimahjá sér. Þið getið followað hann á instagram undir @treleikur eða á facebook hér svo heldur hann úti heimasíðunni tréleikur.is  

Tréleikur framleiðir meðal annars "Heima er best" stafi og tekur sérpantanir svo maður getur fengið sinn texta skorinn út í tré og málað sjálfur eða fengið Tréleik til að mála fyrir mann í hvaða stærð sem er.


Richard hefur alltaf langað að húsið sitt heiti eitthvað eins og svo mörg hús í miðbænum gera, "Hjalli", "Jónshús", "Guðmundsstaðir" og þar frameftir. Djókaði alltaf með að hans hús ætti að heita "Dickmundstaðir" ... ég var ekki alveg sammála því en langaði samt að taka þátt í djókinu svo ég gaf honum skilti, sem ég pantaði hjá Tréleik.  -- "O´Brien setrið"

Skiltið komið upp heima

Hvort að það er smekklegt að hafa svona skilti hangandi upp á vegg hjá sér má hver sem er mynda sér skoðun á og hafa fyrir sig, en við hlæjum að þessu og finnst þetta ekkert verra en "Heima er best". 

Tréleikur er með annað sniðugt sem er að mínu mati fullkomið í jólapakkann fyrir bókaormana sem leynast í hverri fjölskyldu. -- Bókamerki ! Kosta litlar 2000 kr. og hægt að panta inná www.treleikur.is !!


Jébb, ég er komin í jólafíling :D 

-- Bára

1 Comment »