Tækifærisgjöf #2

Hafið þið séð litlu sætu Kimmidoll ?

Allar hafa þær sína merkingu og þess vegna að mínu mati tilvaldar sem tækifærisgjöf.
Þær fást bæði sem "styttur" í nokkrum stærðum og sem lyklakippa.
 
Þær fást í Módern í Kópavogi og eru í viðráðanlegu verði. Ég fletti þeim upp á ebay í gamni til að sjá hversu mikið væri verið að leggja á þær umfram það sem eðlilegt er og niðurstaðan kom mér bara nokkuð á óvart. Þær eru bara á svipuðu verði á ebay og í Módern ef maður tekur inní að mögulega myndu þær stoppa í tollinum með tilheyrandi kostnaði. Vel gert Módern !! Ekki oft sem ég sé þetta á litla okur Íslandi.
 
Ég sá strax hverjar mér fannst fallegastar á litin og í útliti...... en svo hætti það eiginlega að skipta máli þegar ég las merkinguna þeirra.
Allar standa þær fyrir fallega hluti, en hérna eru nokkrar uppáhalds.
 
 
Umhyggjusöm vinkona / Caring friend
 
Ást / Love
 
 
Áreiðanleg / Dependable
 
 
Sjálfsörugg / Confident
 
Ef ég væri að fara að gefa Kimmidoll í gjöf myndi ég velja mér merkingu út frá tengslum mínum við manneskjuna og láta fylgja með persónulegt kort þar sem ég myndi skrifa hversvegna þessi Kimmidoll varð fyrir valinu.
 
Ótrúlega persónulegt, væmið og sætt, eins og mér einni er lagið :)
 
- B.

This entry was posted on fimmtudagur, 24. október 2013 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply