The Secret

Í Meistaramánuði er eitt af "to do" verkefnunum mínum að horfa á myndina The Secret.
Fyrir ykkur sem hafið ekki séð myndina eða lesið bókina þá mæli ég hiklaust með því að gera það sem fyrst.
 
Ég hef horft á hana nokkrum sinnum og hef þá yfirleitt verið í markmiðasetningarhugleiðingum um leið, svo mér finnst kjörið að horfa á hana í október því góð vísa er aldrei of oft kveðin.
 
Sumum gæti þótt þetta "meiri vitleysan" en ég horfði á hana með því hugarfari að taka bara það sem mér geðjaðist að og lét annað liggja á milli hluta.
 
 
 
 
 
Myndin snýst fyrir mér fyrst og fremst um það að vera jákvæð, bæði í hugsunum og gjörðum og leyfa ekki neikvæðninni að éta sig.
 
Það sem ég gerði eftir að ég horfði á myndina í fyrsta sinn var að skrifa þakklætislista.
Ég tók blað og penna (fannst táknrænna að gera það en að pikka þetta inn í tölvu) og skrifaði á þennan lista allt sem ég var þakklát fyrir í lífi mínu, hvort sem það voru dauðir hlutir, fólkið í kringum mig eða eitthvað óáþreyfanlegt eins og heilsufar.
 
Næst fór ég í það að klippa út myndir af því sem mig langaði í, langaði að fara og langaði að verða. (sem var soldið erfitt eftir að hafa verið að einbeita sér að því að vera þakklátur fyrir það sem maður hafði) Þetta límdi ég innaní skáphurðina á fataskápnum mínum svo ég gæti séð þetta nokkrum sinnum á dag.
 
Í mínu tilfelli gerðust stórkostlegir hlutir (ekki á einni nóttu samt) sem ég get sumum ekki lýst með orðum og ég veit ekki hvort þið mynduð trúa þeim ef ég myndi segja þá upphátt. 
Svo af hverju ekki að prófa ?? Þú hefur allt að græða en engu að tapa !!
 
- Bára 

This entry was posted on miðvikudagur, 2. október 2013 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply