Nýtt í snyrtibuddunni - BB krem

Ég fór á Tax free daga í Hagkaup með múttlu krúttinu mínu um daginn. Shopaholic parturinn af heilanum í mér fór á flug og varð að eignast eitthvað nýtt í snyrtubudduna.
Fyrir valinu varð BB krem frá Maybeline. Ég veit ekki mikið um snyrtivörur og vissi þar af leiðandi ekki almennilega hvað þetta var, (keypti það samt :/ ) hafði bara séð þetta "BB krem" á fullt af bloggsíðum, auglýsingum og fannst ég ekki geta verið útundan.

Ég opnaði ekki túpuna fyrr en löngu seinna, eftir að ég var búin að spyrja allskonar fólk um reynslu þeirra af svona kremum.
Og viti menn.. ég var rosa ánægð með kremið !! Set það ss. á mig á morgnanna áður en ég set á mig púður og finnst ég fyrir vikið mikið mikið fallegri á litin í andlitinu. 
Sé fyrir mér að nota það líka bara eitt og sér þá daga sem ég "þarf" ekki að vera uppstríluð eins og í vinnunni... 


Mæli með þessu ;)

- B. 

This entry was posted on fimmtudagur, 10. október 2013 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply