Krullu-kraftaverk !!

Ég ætla að halda áfram með færslurnar mínar um hárgreiðslur fyrir "venjulegt" fólk, sem hefur ekki hæfileikann til að gera fullkomnar fermingagreiðslur heima hjá sér. Fólk sem er með 5 þumalputta þegar kemur að hári, svona eins og ég !
 
 
 
Eins og ég bloggaði um um daginn þá liggur það ekki vel fyrir mér að krulla á mér hárið, ég hef bæði prófað krullujárn og sléttujárn og æft mig endalaust. Sumar krullur heppnast rosa vel en aðrar eru hálf fatlaðar og þar af leiðandi útkoman alltaf hálf sorgleg svo þetta endar með því að ég hendi í mig snúð eða eins og ég gerði á árshátíðinni og sýndi ykkur um daginn : 2 mínútnagreiðslan
 
Svo fékk ég ábendingu um þessa snilld hérna !!

http://www.youtube.com/watch?v=5FJOsTg6D_w 
 
 
 
Þetta er einfaldlega of gott til að vera satt ! Núna slæ ég öllu sem heitir "óskalisti" á frest og VERÐ hreinlega að eignast þennan grip, helst í gær.
Hef séð nokkrar stelpur á fb pósta inn status að þetta sé á jólagjafaóskalistanum, en hell nó ! Þetta er must fyrir öll jólahlaðborðin, jólatónleikana og þetta húllumhæ sem er fyrir jól. Núna fer ég á stúfana og eignast svona græju... og sýni ykkur útkomuna :D
 
 
- Bára

This entry was posted on miðvikudagur, 23. október 2013 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

3 Responses to “ Krullu-kraftaverk !! ”

 1. Þessi auglýsing er geggjuð!
  -Abba

  SvaraEyða
 2. Tengdó krullaði mig með svona járni um daginn :D þetta er snilld !! en þetta járn er heldur ekkert gefins..
  -Harpa

  SvaraEyða
 3. Þetta er mögulega fyndnasta auglýsing sem ég hef séð!! En hlakka til að sjá útkomuna :)
  -Ingunn

  SvaraEyða