Hvítt svefnherbergi - Victoria Törnegren

Ég hef lengi skoðað blogg-síður og á mínar uppáhalds. Ein af þeim sem ég hef skoðað lengi er sænski bloggarinn Victoria Törnegren. Ég verð reyndar að játa það að ég hef minnkað heimsóknirnar mínar á síðuna hennar mikið því nýjar áherslur hennar heilla mig ekki eins mikið og þessar gömlu og íslensk bloggmenning hefur líka blómstrað mikið síðan þá og svala mínum bloggþorsta.
 
Ca. árið 2010 bjó Victoria heima hjá foreldrum sínum og birti myndir af stílhreina herberginu sínu sem ég kolféll fyrir !! Allt hvítt og minnti mig á himnaríki :P
Ég veit reyndar ekki hvernig er hægt að eiga svona rosalega stílhreint herbergi og velti því mikið fyrir mér hvað hún gerir við allt dótið sitt ?!?
 
Ég vistaði þessar myndir í tölvuna og gróf þær upp núna og langar að sýna ykkur.
 
Veit ekki alveg með tóma myndaramma samt....
 
Þegar ég gerði The Secret "vegginn" minn, sem ég skrifaði um hérna í færslunni fyrir neðan prentaði ég þessar myndir ma. út og hengdi upp.
 
....og viti menn ! Ég á hvítt og fallegt svefnbergi í dag :D
 
- Bára

This entry was posted on miðvikudagur, 2. október 2013 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply