DIY - Perluð snjókorn

Síðustu jól ákvað ég að framkvæma hugmynd sem vinnufélagi og góðvinkona benti mér á. Ætla að birta smá færslu um það núna í tilefni þess að skammdegið er skollið á, kuldinn mættur og jólavörurnar að byrja að tínast í búðirnar.

-Perluð snjókorn -

Ég fékk mér gönguferð út í Litir og föndur á Skólavörðustíg í kuldanum, keypti mér hvítar og glærar perlur og sexköntuðu form, eitt lítið og eitt stórt og svo hófst dúllið.
Hama beads | Lille Nord 02


Ég var alveg pínu dottin úr æfingu að strauja svona :/ En þetta hafðist og útkoman dásamleg.

Ég hefði viljað hengja þau út í glugga en þar sem ég er með hvítar strimlagardínur gekk það ekki alveg upp hjá mér. Svo ég setti þau sem skraut & glasamottur á eldhúsborðið mitt, sem vill svo skemmtilega til að er svart svo það kom mjög vel út :DÞað verður gaman að draga þessar dúllur fram í desember.

- Bára

This entry was posted on miðvikudagur, 30. október 2013 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ DIY - Perluð snjókorn ”