DIY - Kommóðu krútt

Ég hef löngum verið drasl safnari....

....Þegar ég var í unglingadeild í grunnskóla rakst ég á kommóðu úti í garði hjá bekkjasystur minni sem var á leið á haugana. Draslsafnarinn ég fékk að eiga þessa kommóðu og fyrri eigendur fegnir að þurfa ekki að fá sér bíltúr með hana út í Sorpu. Ég dröslaði henni heim alsæl og kom henni fyrir í herberginu mínu :D

Síðan eru liðin mörg ár og kommóðan góða hefur nokkrum sinnum verið stutt frá því að fara á haugana.......

En í fyrra fékk hún svo nýtt líf.


Hvítur grunnur frá Slippfélaginu.

Hvít málling með háu glansstigi

Reddý, hvít og fín með nýjum höldum frá IKEA

Fyrir - eftir

Kommóðan stendur núna vaktina sem náttborð í hvíta fína svefnherberginu mínu og sómar sér vel. Stundum er gott að vera rusl safnari :P 

kv. Bára 


This entry was posted on mánudagur, 7. október 2013 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply