DIY - Blómavasi

Ég elska að eyða timanum á Pinterest
Um daginn rakst ég á skemmtilega hugmynd um blómavasa-DIY sem mig langaði til að herma eftir.....

The Steps to Make a Penny Vase from VoneInspired

Ég skellti mér í Góða hirðinn á veiðar :D 
Fann einn ógeðslegan og flagnaðan fjólubláan vasa sem hentaði fullkomlega í verkið. Borgaði fyrir hann að mínu mati ALLTOF mikið, heilar 1400 kr. Huggaði mig við að ég var að styrkja gott málefni. (Það er efni í heila bók hvað er okrað á öllu á íslandi svo ég ætla ekki einu sinni að byrja...)

Hver borgar í alvöru 1400 krónur fyrir þetta ???? ......ég !

Málaði hann með krítarmálingunni sem ég á endalaust af.

Fann fullt fullt af 1-krónum og keypti lím.... 

...og hófst handa við að líma :D

 
Pússli - pússli 

 

Reddý :D 

Kominn upp í hillu og tekur sig bara skrambi vel út ! 

- Bára

This entry was posted on þriðjudagur, 8. október 2013 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ DIY - Blómavasi ”