Ég er að þreifa fyrir mér í eldhúsinu.
Fyrir stuttu síðan kunni ég bara að sjóða pylsur og aðferðin var einföld :
Pylsan sett inn í örbylgjuofn og hann settur af stað, hlustað vel eftir litlum hvelli og volla, pylsan reddý....og sprungin, en það gerði svo sem ekki mikið til þegar maður var að redda sér.
Síðan eru liðin nokkur ár .....og ég hef lent í ýmsum ævintýrum í eldhúsinu sem hægt var að bæði hlæja og læra af :P
Eitt af markmiðum okkar sambýlinganna í Meistaramánuði er að elda amk. einn nýjan rétt í hverri viku. Rétturinn þarf ekki að vera eitthvað sem við höfum aldrei smakkað áður, heldur er nóg að við höfum ekki eldað það saman áðan.
Í síðustu viku var komið að mér að sýna frumkvæði og ég ákvað að töfra fram pastaréttinn hennar Siggu frænku. ...og ætla að deila með ykkur uppskriftinni því hann er fljótlegur, góður og snilld daginn eftir líka ;)
Pastasalatið hennar Siggu frænku
Pasta soðið og látið kólna.
Gúrka skorin niður í litla bita
Paprika skorin niður í litla bita
Skinka skorin niður í litla bita
Tómatar hreinsaðir að innan og skornir niður
Graslaukur klipptur niður í litla búta
(Má bæta við allskonar grænmeti eða kjöti eftir smekk)
Þetta er allt sett saman í skál
Pítusósa kreist útá og hrært saman
Borið fram kalt
- B.