BókahillubrjálaðaBáran heldur áfram...
Gafst upp á að pranga Bookwormhillunni inná kærastann minn og ætla frekar að dusta rykið af hugmynd sem kom þegar við vorum nýflutt inn, það er að setja bókahillur í loftið.
Þessar myndir sem ég rakst á á Trendnet kveiktu bál í þeim draumi á nýjanleik.
Við reynum að gera amk. eitt atriði fyrir íbúðina okkar á mánuði svo þetta er kjörið sem nóvembermission hjá okkur sambýlingunum.
Bókahillur
Það er svona biti í loftinu í stofunni hjá okkur sem er kjörinn fyrir bókahillu. Við höfum farið frá því að ætla að mála skugga af fuglum á trégrein á hann yfir í bókahilluna og allt þar á milli.
...bitinn er ennþá auður en hvað ætli ég skipti oft um skoðun áður en ég framkvæmi þetta ??
- B.
This entry was posted on þriðjudagur, 29. október 2013 and is filed under home . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .
Ég segi hillur - það er svo flott og mun praktískara ;)
SvaraEyða-Abba
Sammála Öbbu.
SvaraEyða-Dickmundo