Að ná árangri - Meistaramánuður

Ég rakst á þennan lista hjá Mörtu Maríu og fannst hann áhugaverður.
Fullt af atriðum þarna sem ég má bæta, er ekki meistaramánuður kjörinn í það að æfa sig í því ??
Fólk sem nær árangri lifir eftir þessum 25 atriðum.
 1. Það er ekki neikvætt.
 2. Það hugsar út fyrir kassann.
 3. Það fer eftir ákveðinni rútínu og passar að hreyfa sig og er heilsusamlegt.
 4. Það umgengst fólk sem það treystir og eyðir ekki tíma í einstaklinga sem eru neikvæðir.
 5. Þeim er sama hvað öðrum finnst um það.
 6. Það reynir ekki að geðjast öllum.
 7. Það sér erfiðleika sem verkefni og möguleika til þess að þroskast.
 8. Þeim er hafnað eins og öðrum en það tekur höfnuninni sem verkefni.
 9. Það passar sig á því að skipuleggja alltaf tíma fyrir sjálft sig. Hvort sem það er að fá 8 klukkustunda svefn, 15 mínútur til að lesa blaðið eða klukkustund í ræktinni. Það gerir þessa stund að aðalatriði. Þegar fólk hugsar um sjálft þig og ræktar sjálft sig  hefur það meiri áhrif á aðra.
 10. Það hugleiðir og er andlega þenkjandi. Hvort sem það stundar jóga, hugleiðslu eða biður.
 11. Það stundar djúpöndun.
 12. Það veit að það er ekkert sem heitir að eiga allt eða geta allt og því finnst það allt í lagi.
 13. Ótti heldur ekki aftur af því. Það er tilbúið  að taka áhættu.
 14. Það kann að segja nei og setja mönnum skorður.
 15. Það lærir af öðrum manneskjum sem það lítur upp til. 
 16. Það fer eftir hugboðum sínum og tilfinningu.
 17. Það gefur án þess að ætlast til að fá eitthvað til baka.
 18. Það ofmetnast ekki.
 19. Ástríða er það sem drífur það áfram. Það trúir á það sem það gerir.
 20. Það kvartar ekki.
 21. Það lifir eftir ákveðnum gildum í einka- og atvinnulífinu.
 22. Það syndir ánægt á móti straumnum.
 23. Það klárar það sem það byrjar á.
 24. Það er ekki að bera sig saman við annað fólk.
 25. Það vill að þú náir líka árangri.


ÁFRAM VIÐ !

This entry was posted on laugardagur, 5. október 2013 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply