Archive for október 2013

DIY - Perluð snjókorn

Síðustu jól ákvað ég að framkvæma hugmynd sem vinnufélagi og góðvinkona benti mér á. Ætla að birta smá færslu um það núna í tilefni þess að skammdegið er skollið á, kuldinn mættur og jólavörurnar að byrja að tínast í búðirnar.

-Perluð snjókorn -

Ég fékk mér gönguferð út í Litir og föndur á Skólavörðustíg í kuldanum, keypti mér hvítar og glærar perlur og sexköntuðu form, eitt lítið og eitt stórt og svo hófst dúllið.
Hama beads | Lille Nord 02


Ég var alveg pínu dottin úr æfingu að strauja svona :/ En þetta hafðist og útkoman dásamleg.

Ég hefði viljað hengja þau út í glugga en þar sem ég er með hvítar strimlagardínur gekk það ekki alveg upp hjá mér. Svo ég setti þau sem skraut & glasamottur á eldhúsborðið mitt, sem vill svo skemmtilega til að er svart svo það kom mjög vel út :DÞað verður gaman að draga þessar dúllur fram í desember.

- Bára

1 Comment »

Bókahillur

BókahillubrjálaðaBáran heldur áfram...

Gafst upp á að pranga Bookwormhillunni inná kærastann minn og ætla frekar að dusta rykið af hugmynd sem kom þegar við vorum nýflutt inn, það er að setja bókahillur í loftið.

Þessar myndir sem ég rakst á á Trendnet kveiktu bál í þeim draumi á nýjanleik.

Við reynum að gera amk. eitt atriði fyrir íbúðina okkar á mánuði svo þetta er kjörið sem nóvembermission hjá okkur sambýlingunum.

Það er svona biti í loftinu í stofunni hjá okkur sem er kjörinn fyrir bókahillu. Við höfum farið frá því að ætla að mála skugga af fuglum á trégrein á hann yfir í bókahilluna og allt þar á milli....bitinn er ennþá auður en hvað ætli ég skipti oft um skoðun áður en ég framkvæmi þetta ??

- B.

2 Comments »

Speki dagsins...Við vitum ekkert hvað næsta vika ber í skauti sér.

Notum hana vel <3

- B. 

No Comments »

Whislist - Bookworm

Hvernig get ég sannfært sambýlinginn minn um að það sé góð hugmynd að taka niður hillurnar sem við erum með í stofunni hjá okkur (og fylgdu með þegar við keyptum, plain IKEA hillur) ...og setja í staðinn Bookworm hillu frá Kartell sem ég er svo veik í ??

Allar ábendingar vel þegnar 

- Bára

No Comments »

Vík Prjónsdóttir

Vík Prjónsdóttir er alltaf með svo frumlegar og skemmtilegar hugmyndir.

Ég hefði ekkert á móti því að eiga einn svona niðri í vinnu, oft svo skítkalt þar... eina sem vantar eru göt fyrir hendurnar svo ég geti hamrað á lykaborðið :P


- B.

No Comments »

Dreaming...


Ég á nokkrar óskir um hvað mig langar að verða og hvað mig langar að gera við líf mitt. 
Þessi fallega setning minnir mig á að ef ég fylgi ekki draumunum mínum eftir þá gerir það enginn... maður þarf að framkvæma til að uppskera, það gerist ekkert ef maður situr á rassinum heima hjá sér. 

Hvað get ég gert í dag til að komast einu skrefi nær þessum draumum ?

Áfram við !!

- B. 

No Comments »

Wishlist - Kjóll

Ég bara get ekki hætt að hugsa um þennan kjól....
Veit ekki hvar hann fæst en núna fer ég eins og eldibrandur um internetið í leit að honum !


Rakst á svipaðan, stuttan & hvítan í Top shop í gær. ...var í svo ómátavæðum fötum að ég lagði ekki í mátunarklefann. En ég held að það endi með því að ég fari þangað um helgina og tékki betur á honum. 

Allar ábendingar um þessa gulu gersemi vel þegnar.

- B. 

1 Comment »

DIY - Klúður

Ég elska að gera DIY - do it your self - verkefni og er með nokkur á teikniborðinu sem ég hlakka til að sýna ykkur um leið og ég hef gefið mér tíma til að framkvæma þau.
Lang flestar hugmyndirnar fæ ég þegar ég vafra á uppáhaldssíðunni minni, Pinterest.
 
Ég hinsvegar DÓ næstum úr hlátri þegar ég rakst á þessar myndir af DIY verkefnum sem heppnuðust ekki aaalveg jafn vel og fyrirmyndin !!

 
Vaxlitamyndin þar sem hárblásari er notaður til að bræða litina og fá þá til að leka svona fallega niður.
 
 
Hahahahha æjhhh, frekar klúðurslegt :S
 
 
Tré með stimpluðum laufum
 
 
 
Regnboganeglur... ég hef horft á youtube myndband hvernig eigi að gera svona en útkoman mín yrði bókað eins og neðri myndin hérna ! Hahah !
 

Hurðakrans, finnst þessi neðri nú eiginlega bara soldið dúllulegur !  ...ef barn hefði búið hann til :P

 
Hérna er hægt að skoða fleiri misheppnuð og fyndin DIY
 
 
- Bára

No Comments »

Tækifærisgjöf #2

Hafið þið séð litlu sætu Kimmidoll ?

Allar hafa þær sína merkingu og þess vegna að mínu mati tilvaldar sem tækifærisgjöf.
Þær fást bæði sem "styttur" í nokkrum stærðum og sem lyklakippa.
 
Þær fást í Módern í Kópavogi og eru í viðráðanlegu verði. Ég fletti þeim upp á ebay í gamni til að sjá hversu mikið væri verið að leggja á þær umfram það sem eðlilegt er og niðurstaðan kom mér bara nokkuð á óvart. Þær eru bara á svipuðu verði á ebay og í Módern ef maður tekur inní að mögulega myndu þær stoppa í tollinum með tilheyrandi kostnaði. Vel gert Módern !! Ekki oft sem ég sé þetta á litla okur Íslandi.
 
Ég sá strax hverjar mér fannst fallegastar á litin og í útliti...... en svo hætti það eiginlega að skipta máli þegar ég las merkinguna þeirra.
Allar standa þær fyrir fallega hluti, en hérna eru nokkrar uppáhalds.
 
 
Umhyggjusöm vinkona / Caring friend
 
Ást / Love
 
 
Áreiðanleg / Dependable
 
 
Sjálfsörugg / Confident
 
Ef ég væri að fara að gefa Kimmidoll í gjöf myndi ég velja mér merkingu út frá tengslum mínum við manneskjuna og láta fylgja með persónulegt kort þar sem ég myndi skrifa hversvegna þessi Kimmidoll varð fyrir valinu.
 
Ótrúlega persónulegt, væmið og sætt, eins og mér einni er lagið :)
 
- B.

No Comments »

Lífið...

life is fun!
...Við höfum val !
 
Setjum fókusinn á litlu hlutina sem gera mann svo glaðann og þá er lífið svo gott.
 
- B.

No Comments »

Krullu-kraftaverk !!

Ég ætla að halda áfram með færslurnar mínar um hárgreiðslur fyrir "venjulegt" fólk, sem hefur ekki hæfileikann til að gera fullkomnar fermingagreiðslur heima hjá sér. Fólk sem er með 5 þumalputta þegar kemur að hári, svona eins og ég !
 
 
 
Eins og ég bloggaði um um daginn þá liggur það ekki vel fyrir mér að krulla á mér hárið, ég hef bæði prófað krullujárn og sléttujárn og æft mig endalaust. Sumar krullur heppnast rosa vel en aðrar eru hálf fatlaðar og þar af leiðandi útkoman alltaf hálf sorgleg svo þetta endar með því að ég hendi í mig snúð eða eins og ég gerði á árshátíðinni og sýndi ykkur um daginn : 2 mínútnagreiðslan
 
Svo fékk ég ábendingu um þessa snilld hérna !!

http://www.youtube.com/watch?v=5FJOsTg6D_w 
 
 
 
Þetta er einfaldlega of gott til að vera satt ! Núna slæ ég öllu sem heitir "óskalisti" á frest og VERÐ hreinlega að eignast þennan grip, helst í gær.
Hef séð nokkrar stelpur á fb pósta inn status að þetta sé á jólagjafaóskalistanum, en hell nó ! Þetta er must fyrir öll jólahlaðborðin, jólatónleikana og þetta húllumhæ sem er fyrir jól. Núna fer ég á stúfana og eignast svona græju... og sýni ykkur útkomuna :D
 
 
- Bára

3 Comments »

Wise word of the day...

.
Ég finn svo vel hvað þessi orð hérna að ofan eru mikill sannleikur.
 
Þegar ég vakna á morgnanna og hugsa "ohh hvað ég nenni ekki á fætur" næ ég yfirleitt minni árangri í vinnunni þann daginn en þegar ég vakna og hugsa "jæja, ætla að drífa mig á fætur og eiga metnaðarfullan dag"
 
Starfið mitt byggir rosa mikið eða næstum alfarið á mér sjálfri og minni framtaksemi svo ég reyni að velja mér að hugsa eitthvað jákvætt á morgnanna til að setja tóninn fyrir komandi dag.
 
Það er allt auðveldara þegar maður velur sér að vera jákvæður
 
- Bára
 

No Comments »

Hnútur/snúður í hárið...

Ég er með 5 þumalputta þegar ég á að fara að mála mig eða greiða mér.... svo ég hef það að leiðarljósi að finna mjög einfaldar lausnir sem ég ræð við og eru helst fljótlegar líka þar sem ég er einstaklega löt og það klikkar ekki að ég er orðin sein þegar ég byrja að gera mig til, hvort sem það er á morgnanna eða þegar ég er að fara eitthvert.

Ég var ekkert lítið hamingjusöm með lífið þegar ég fann þessa greiðslu fyrir mörgum árum síðan og hef verið með hana í hárinu síðan...
Hugsa oft út í það hvað mig langar að klippa mig stutt (rétt fyrir ofan axlir) en snar hætti við þegar ég fatta að þá geti ég ekki sett í mig elsku snúðinn minn :P

bun. Repinned: Click to see all 10!
top bunTop Knots (tips and such)
20 Buns for Bad Hair Days. I think every girl needs this pin.
Buns
topknot

Ég mætti nú alveg fara að pimpa hann upp með einhverju svona fíneríi.....
messy bun & hair pieceI love this bun and it's VERY in right now! I don't use a sock though. I put my hair in a loose high ponytail and twist the hair loosely around. I pull the bun to loosen it a bit and voila! Bam!!
cute bun

- Bára

No Comments »

Dagurinn í dag....

today.

Ég ætla að velja mér að eiga góðan dag. En þú ?

...við höfum val :) 

- B. 

1 Comment »

DIY - Jólagjafahugmynd

Fyrir nokkrum árum þá fengu nokkrir úr fjölskyldunni minni svo ótrúlega fallegar heimatilbúnar jólagjafir frá einum litlum frænda. Mamma hans var búin að kaupa litla hvíta "desert/brauð" diska og hann (3-4 ára á þessum tíma) var búinn að teikna fallegar myndir með svörtum penna á diskana. 


Painted Easter Eggs ♥

custom mugs

Hand-painted bowl by Natasha Newton

Ég á ekki mynd af diskunum hans en þessa hugmynd er hægt að útfæra á allskonar vegu og útbúa sér fallegt matarstell eða búa til fallegar tækifærisgjafir.

Ég rakst á blað frá A4 þar sem er auglýst að svona pennar fáist hjá þeim, svo þið getið byrjað jólaföndrið semma í ár :P 

- Bára

No Comments »

Chef Bárður

Ég er að þreifa fyrir mér í eldhúsinu.

Fyrir stuttu síðan kunni ég bara að sjóða pylsur og aðferðin var einföld :
Pylsan sett inn í örbylgjuofn og hann settur af stað, hlustað vel eftir litlum hvelli og volla, pylsan reddý....og sprungin, en það gerði svo sem ekki mikið til þegar maður var að redda sér. 
Síðan eru liðin nokkur ár .....og ég hef lent í ýmsum ævintýrum í eldhúsinu sem hægt var að bæði hlæja og læra af :P
 
Eitt af markmiðum okkar sambýlinganna í Meistaramánuði er að elda amk. einn nýjan rétt í hverri viku. Rétturinn þarf ekki að vera eitthvað sem við höfum aldrei smakkað áður, heldur er nóg að við höfum ekki eldað það saman áðan.
 
Í síðustu viku var komið að mér að sýna frumkvæði og ég ákvað að töfra fram pastaréttinn hennar Siggu frænku. ...og ætla að deila með ykkur uppskriftinni því hann er fljótlegur, góður og snilld daginn eftir líka ;)
 
 • Pastasalatið hennar Siggu frænku
 • Pasta soðið og látið kólna.
  • Skrúfur eða slaufur, skiptir ekki máli
 • Gúrka skorin niður í litla bita
 • Paprika skorin niður í litla bita
 • Skinka skorin niður í litla bita
 • Tómatar hreinsaðir að innan og skornir niður
 • Graslaukur klipptur niður í litla búta
 • (Má bæta við allskonar grænmeti eða kjöti eftir smekk)
 • Þetta er allt sett saman í skál
 • Pítusósa kreist útá og hrært saman
 • Borið fram kalt
 
 
- B.

No Comments »

2 mín. greiðslan

Ég fór á árshátíð um helgina og gerði heiðarlega tilraun til að krulla á mér hárið..... það gekk ekki sem skildi svo ég skellti í mig hárgreiðslunni sem reddar öllu og tekur bara 2 mínútur að græja.
Góð vinkona kenndi mér hana fyrir nokkrum árum og hún klikkar ekki !
Virkar bæði fyrir stutt og sítt hár, allt sem þarf er hárband sem getur þessvegna verið klipptar sokkabuxur.  
Head Band Updo Hair Tutorial-can also be used to curl your hair when it's wet
1. - Hafðu hárið slegið og settu hárband yfir allt hárið. Ég læt bandið oft ná framar á hausinn (eins og hippi)
2. - Byrjaðu að troða hárinu ofaní bandið eins og er sýnt á myndinni. Best að byrja á toppnum og færa sig niður.
3. - Troddu öllu hárinu ofaní teyjuna/hárbandið og VOLLA ! Reddý :D
 
Hérna sést greiðslan á hlið - Fíflagangurinn í hámarki á okkur vinunum
 
 
- Bárður

3 Comments »