Meistaramánuður og nýtt blogg !


Hæ og velkomin á nýju bloggsíðuna mína.


Ég ákvað að skora á sjálfan mig og taka þátt í Meistaramánuði í ár. 

Markmiðin mín eru margskonar og af öllum stræðum og gerðum. Ég ákvað samt að láta listann ekki innihalda markmið eins og "hætta að borða nammi og hvítt hveiti" eða "missa 10 kíló", heldur fókusa frekar á markmið sem eru ekki kvöð og gefa mér lífsfyllingu af einhverju tagi.

Markmiðið "byrja að blogga" komst inn á þennan lista því ég hef ætlað að byrja að blogga síðan 2010 en aldrei komið mér í það. Ég hef fengið margar áskoranir á þessum tíma en núna var kominn tími til að "just do it" og vinda sér í þetta án þess að hugsa of mikið um það hvað síðan ætti að heita, hvaða sérstöðu hún ætti að hafa og þess háttar. ...það kemur vonandi seinna. 


Svo hér er ég ! Vona að þið hafið gaman að.

kv. B.

This entry was posted on sunnudagur, 29. september 2013 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply