Kókosolíu-klíkan

Eftir lagar söluræður og meðmæli frá samstarfsfélögum mínum lét ég undan og keypti mér krukku af kókosolíu.Ég valdi að prófa olíuna frá Sollu til að byrja með því það var svo hentugt að grípa krukku af henni þegar ég rúllaði í gegnum Bónus fyrir helgina. Næst mun ég samt fara í Jurtaapótekið á Laugavegi 2 (fyrir ofan Kofa Tómasar frænda á horni Skólavörðustígs og Laugavegs) og kaupa krukku þar, sem er víst mun betri en þessi frá Sollu. Finnst ég verða að prófa það sem er til á markaðnum fyrst ég er að þykjast vera í þessari "klíku".

Ég byrjaði á því að prófa að nota olíuna sem "hreinsikrem" og þvoði af mér maskarann með henni. Tók smá slummu og nuddaði mér um augun og þvoði svo allt saman af með blautum bómull. SVÍNVIRKAÐI! Rann af og mér sveið ekkert í augun.

Eitt af markmiðum mínum er að hugsa betur um húðina og ég held að þessi kókosolíukrukka eigi eftir að koma að góðum notum þar, bæði fyrir hár, húð og jafnvel að ég prófi að matreiða eitthvað úr henni.

- Bára

This entry was posted on mánudagur, 30. september 2013 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ Kókosolíu-klíkan ”

  1. Like it! Ég ætla einmitt líka að hugsa betur um húðina á mér og kannski ég prófi bara líka kokosoliu sem þrífingakrem :D

    SvaraEyða
  2. Kókosolían er hið mesta undraefni! Ég nota hana í allt... hreinsikrem, bodylotion, ofan í hafragrautinn.. name it. Ég bara elskana!

    SvaraEyða