DIY - krítartafla


Ég var búin að fara búð úr búð í leit minni að hinni fullkomnu krítartöflu um daginn þegar ég gafst upp og tók málið í mínar hendur :P 
Það sem ég fann voru annað hvort pínu litlar og rándýrar krítartöflur eða krítartöflur á trönum..... sem var ekki alveg það sem ég hafði í huga.

Svo ég greip til annara ráða og bjó mér til mína eigin krítartöflu og ætla að deila því með ykkur. 


Ég byrjaði á því að fara út í IKEA og velja mér fallegan ramma í þeirri stærð sem ég vildi hafa krítartöfluna í, svo skrapp ég í Litlaland í Borgartúni og keypti mér minnstu dósina af svartri "krítarmálingu" sem til var. (Ég hef heyrt að föndurbúðir selji líka svona málingu en hef ekki kynnt mér verð hjá þeim.)


Í öllum myndarömmum er pappi eða tréplata aftast í rammanum, ég tók þessa plötu úr og málaði hana með krítarmálingunni. Málingin er frekar fljót að þorna svo ég fór tvær umferðir sama kvöldið. Næsta dag setti ég plötuna aftur í rammann.
Ég setti plötuna fremst í rammann og glerið fyrir aftan svo ef svo ólíklega vill til að einn góðan veðurdag langar mig ekki lengur að hafa krítartöflu hangandi upp á vegg þá get ég breytt töflunni góðu aftur í myndarmma ;) 


- Bára

This entry was posted on sunnudagur, 29. september 2013 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

4 Responses to “ DIY - krítartafla ”

 1. Snillingurinn! Mjög flott tafla :)

  SvaraEyða
 2. Váá sniiilllldar hugmynd!! Vissi ekki að það væri hægt að kaupa krítarmálningu og gera svona! Ekkert smá flott!

  SvaraEyða
 3. Snilld!!
  Hvar fékkstu síðan nógu netta kríta til að skrifa með, hef bara fundið svo "feita" :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ég er að nota "feitar" og það gengur bara nokkuð vel ...þangað til þær brotna og ég er bara með stubb.
   En ég veit að það eru til krítarpennar í föndurbúðum sem ég er alltaf á leiðinni að kaupa, ég skal henda inn færslu þegar ég læt verða af því :D

   Eyða