DIY - Kertastjakar

Þegar ég var í krítartöfluhugleiðingunum í vor kveiknaði á annarri hugmynd hjá mér og mér datt í hug að búa til kertastjaka úr gömlum flöskum.

Ég sankaði að mér allskonar flöskum, allt frá hvítvínsflöskum í tómar BBQ flöskur og meira að segja keypti eina gamaldags tómatsósuflösku á 50 kr í Góða Hirðinum til að fullkomna þetta :P
Nýtti svo krítarmálinguna sem ég gat bara fengið í líters dós fyrir krítartöfluna og átti meira en nóg eftir af. 


 
Þegar flöskurnar voru þornaðar tróð ég hvítum kertum í stútana og krítaði svo það fyrsta sem mér datt í hug á flöskurnar :P Frekar væmið, en kemur bara ágætlega út ;)Ég er sjúklega sátt með útkomuna :D

- Bára

This entry was posted on mánudagur, 30. september 2013 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply