Archive for september 2013

DIY - Kertastjakar

Þegar ég var í krítartöfluhugleiðingunum í vor kveiknaði á annarri hugmynd hjá mér og mér datt í hug að búa til kertastjaka úr gömlum flöskum.

Ég sankaði að mér allskonar flöskum, allt frá hvítvínsflöskum í tómar BBQ flöskur og meira að segja keypti eina gamaldags tómatsósuflösku á 50 kr í Góða Hirðinum til að fullkomna þetta :P
Nýtti svo krítarmálinguna sem ég gat bara fengið í líters dós fyrir krítartöfluna og átti meira en nóg eftir af. 


 
Þegar flöskurnar voru þornaðar tróð ég hvítum kertum í stútana og krítaði svo það fyrsta sem mér datt í hug á flöskurnar :P Frekar væmið, en kemur bara ágætlega út ;)Ég er sjúklega sátt með útkomuna :D

- Bára

No Comments »

Kókosolíu-klíkan

Eftir lagar söluræður og meðmæli frá samstarfsfélögum mínum lét ég undan og keypti mér krukku af kókosolíu.Ég valdi að prófa olíuna frá Sollu til að byrja með því það var svo hentugt að grípa krukku af henni þegar ég rúllaði í gegnum Bónus fyrir helgina. Næst mun ég samt fara í Jurtaapótekið á Laugavegi 2 (fyrir ofan Kofa Tómasar frænda á horni Skólavörðustígs og Laugavegs) og kaupa krukku þar, sem er víst mun betri en þessi frá Sollu. Finnst ég verða að prófa það sem er til á markaðnum fyrst ég er að þykjast vera í þessari "klíku".

Ég byrjaði á því að prófa að nota olíuna sem "hreinsikrem" og þvoði af mér maskarann með henni. Tók smá slummu og nuddaði mér um augun og þvoði svo allt saman af með blautum bómull. SVÍNVIRKAÐI! Rann af og mér sveið ekkert í augun.

Eitt af markmiðum mínum er að hugsa betur um húðina og ég held að þessi kókosolíukrukka eigi eftir að koma að góðum notum þar, bæði fyrir hár, húð og jafnvel að ég prófi að matreiða eitthvað úr henni.

- Bára

2 Comments »

Markmiðasetning

Ég er búin að skrifa niður markmiðin mín fyrir Meistaramánuð og prenta út.

Ég var voða upptekin af því að hafa þessi markmið mælanleg, en það er kannski ekki eitthvað sem er aðalatriðið þegar setja á markmið fyrir sjálfan sig.Mér fannst gott að skipta markmiðasetningunni upp í flokka til að hún væri markvissari.
Ég flokkaði þetta niður í eftirfarandi flokka:

  • Vinnan
  • Skólinn
  • Sambandið
  • Fjölskyldan
  • Hreyfing
  • Sálin
  • Líkaminn
  • Vinkonurnar
  • Annað
Hlakka til að takast á við þetta "verkefni" og halda áfram að vanda mig við að vera besta útgáfan af sjálfri mér.

- Bára

No Comments »

Haust


Stór over-size prjónuð peysa og fallegt loð / stór trefill er að mínu mati must fyrir haustið
Fall
fall weather wear

 
 
 
 
 
 
 
- Bára

No Comments »

DIY - krítartafla


Ég var búin að fara búð úr búð í leit minni að hinni fullkomnu krítartöflu um daginn þegar ég gafst upp og tók málið í mínar hendur :P 
Það sem ég fann voru annað hvort pínu litlar og rándýrar krítartöflur eða krítartöflur á trönum..... sem var ekki alveg það sem ég hafði í huga.

Svo ég greip til annara ráða og bjó mér til mína eigin krítartöflu og ætla að deila því með ykkur. 


Ég byrjaði á því að fara út í IKEA og velja mér fallegan ramma í þeirri stærð sem ég vildi hafa krítartöfluna í, svo skrapp ég í Litlaland í Borgartúni og keypti mér minnstu dósina af svartri "krítarmálingu" sem til var. (Ég hef heyrt að föndurbúðir selji líka svona málingu en hef ekki kynnt mér verð hjá þeim.)


Í öllum myndarömmum er pappi eða tréplata aftast í rammanum, ég tók þessa plötu úr og málaði hana með krítarmálingunni. Málingin er frekar fljót að þorna svo ég fór tvær umferðir sama kvöldið. Næsta dag setti ég plötuna aftur í rammann.
Ég setti plötuna fremst í rammann og glerið fyrir aftan svo ef svo ólíklega vill til að einn góðan veðurdag langar mig ekki lengur að hafa krítartöflu hangandi upp á vegg þá get ég breytt töflunni góðu aftur í myndarmma ;) 


- Bára

4 Comments »

Meistaramánuður og nýtt blogg !


Hæ og velkomin á nýju bloggsíðuna mína.


Ég ákvað að skora á sjálfan mig og taka þátt í Meistaramánuði í ár. 

Markmiðin mín eru margskonar og af öllum stræðum og gerðum. Ég ákvað samt að láta listann ekki innihalda markmið eins og "hætta að borða nammi og hvítt hveiti" eða "missa 10 kíló", heldur fókusa frekar á markmið sem eru ekki kvöð og gefa mér lífsfyllingu af einhverju tagi.

Markmiðið "byrja að blogga" komst inn á þennan lista því ég hef ætlað að byrja að blogga síðan 2010 en aldrei komið mér í það. Ég hef fengið margar áskoranir á þessum tíma en núna var kominn tími til að "just do it" og vinda sér í þetta án þess að hugsa of mikið um það hvað síðan ætti að heita, hvaða sérstöðu hún ætti að hafa og þess háttar. ...það kemur vonandi seinna. 


Svo hér er ég ! Vona að þið hafið gaman að.

kv. B.

No Comments »