Snapchat og nýr vettvangur

Hæ og velkomin inn á þetta blogg mitt, 

Skemmtilegt að það sé enn fólk að líta við á þessari síðu. 

Ef þú ert að leita að mér og vilt vita hvað er að frétta þá er þér velkomið að adda mér á snapchat með kóðanum hérna fyrir neðan, eða notandanafninu @Ragnhildard

Svo geturðu líka fundið mig bloggandi á www.Ynjur.is 

°


Sjáumst þar !No Comments »

Tímamót !

Eftir langa fæðingu lokaverkefnis er það loksins orðið klárt og ég búin að skila því inn, langt á undan áætlun :P Fyrir áhugasama ber það nafnið "Viðhorf íslenskra verkefnastjóra til fjárhagslegrar áhættu" og snýst um rannsókn sem ég gerði á því hvort mismunur reyndist í viðhorfum íslenskra verkefnastjóra til fjárhagslegrar áhættu eftir því hvort þeir væru karlar eða konur.Ég ætla svo að kynna það á ráðstefnu ásamt því að bekkjasystkini mín kynna sín verkefni þann 8. maí og það eru allir velkomnir. Ráðstefnan heitir "Vor í íslenskri verkefnastjórnun" og fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Ég hef sjálf ekki séð dagskrána svo ég veit ekki kl hvað mitt verkefni er.No Comments »

"Hálfnað verk þá hafið er"

Believe you can // shutterbean

Þetta blessaða lokaverkefni mitt er á síðustu metrunum ! 
Hólí mólí hvað verður gott að skila þessu. 3 vikur í skiladag og ótrúlegt en satt þá er ég langt á undan áætlun og næ vonandi að koma þessu frá mér í prentun í næstu viku.

Þá getur lífið hafist...

- B. 

No Comments »

Páskakveðja

Gleðilega páska <3


Í gegnum árin hefur páska"fríið" alltaf farið í lærdóm hjá mér og það verður engin undantekning á því í ár. 
...ætli ég reyni ekki að lifa þetta af þar sem ég er að selja sjálfri mér að þetta sé síðasta námið sem ég fer í bili (Sjáum til hvað það endist lengi) !

Ég vona innilega að þið hafið það gott yfir hátíðina kæru lesendur, hvort sem þið eruð að læra eða hafa það huggulegt með fjölskyldunni. 
No Comments »

Fylgifiskar

Ég fæ seint titilinn "Húsmóðir ársins" þótt ég sé alltaf að æfa mig :P 

Mér finnst líka matur frekar leiðinlegt fyrirbæri og elska þar af leiðandi skyndilausnir og safna aðferðum til að "svindla" í matargerð.

Í vikunni fékk ég eitt trix í safnið sem hentar mér ROSA vel !
Ég fór í Fylgifiska á Suðurlandsbraut og keypti Austurlenska fiskisúpu með kókos og kóríander og fisk til að setja útí (fékk líka leiðbeiningar um hvernig ég ætti að hita þetta) og töfraði svo fram dýrindis kvöldverð fyrir sambýlinginn minn sem var nýkominn heim úr ferðalagi :)

Niðurstaðan var hreint og beint frábær ! Við bragðbættum súpuna reyndar aðeins með salti, grænmetiskrafti og sweet chili sósu um leið og hún var hituð.


Súpa & sítrónuvatn - Snilldar blanda

Ég keypti 1L af súpu fyrir okkur tvö og reiknaði með að annað okkar gæti tekið afganginn með í nesti í vinnuna daginn eftir, en ó nei! hún var kláruð upp til agna. 

Fylgifiskar eru með þrjár súpur sem hægt er að "matreiða" svona. Þessa - Austurlenska fiskisúpu með kókos og kóríander, ítlaska fiskisúpu og svo rjómalagaða humarsúpu.

Ég hugsa að næst verði humarsúpan testuð, en ég mun klárlega kaupa þessa austurlensku aftur og mæli með henni ef ykkur langar að hafa auðveldan kvöldmat eitthvað kvöldið :)

Góða helgi !!4 Comments »

Vor naglalökk

Það er sennilega ekki til betri leið til að detta í vor fíling en fréttirnar af því að Lóan sé komin til landsins og að vor sendingin af naglalökkunum sé komin á www.fotia.is

Ég get ekki annað sagt en að ég sé í valkvíða um hvaða lakk/lökk eigi að vera vor-lakkið mitt í ár, en ég get ekki gefnið mér of langan umhugsunarfrest í það ef ég ætla ekki að missa af þessu eina rétta!! Gæðin í þessu BarryM merki eru til þess fallin að allir verða ástfangnir sem prófa. Smá svona "einu sinni smakkað þú getur ekki hætt".  
Mana ykkur í að skoða úrvalið --> HÉR


No Comments »

Ferskur laugardagsmorgun

Á meðan sumir vakna þreyttir eða þunnir eftir RFF gærkvöldsins er það heldur betur langt frá því að vera tilfellið á þessum bæ! Eftir busy vinnuviku ákvað ég að fara í bólið (með skólabók sem svæfir strax) kl 22 í gærkvöldi og var þar af leiðandi vöknuð fresh kl 8 í morgun við "notalegan" storm á glugganum hjá mér.

Magnað hvað maður kemur miklu í verk þegar maður tekur daginn svona snemma!

Eitt af því sem ég kom í verk var að prófa dásamlegan þörungamaska frá Bláa lóninu sem ég var svo ótrúlega lánsöm að fá í gjöf frá bestavin í gær :)


Maskinn er ljós grænn þegar hann er kominn á húðina og inniheldur tvær sjaldgæfar tegundir þörunga sem vinna gegn öldrun húðarinnar, örva náttúrulega nýmyndun kollagens og viðhalda kollagensbúskapi hennar (sem ég veit reyndar ekki alveg hvað þýðir en er örugglegar rosa gott fyrir mig!) 

Mér finnst ég svo mjúk og fersk í húðinni eftir hann að ég tími eiginlega ekki að henda á mig make up! 

Með maskanum fylgja leiðbeiningar sem eru klárlega must fyrir manneskjur eins og mig sem eru ekki með húðumhirðu að náðargáfu. 

Svona maski er frábær gjöf ef ykkur vantar eitthvað handa þeim sem ykkur þikir vænt um <3

Góðar stundir.
1 Comment »

. . .

Á þessu heimili er reynt að gera gott úr ástandinu "Lokaverkefni".


Þetta endalausa skítaveður gerir það auðveldara, mann langar helst ekkert út úr húsi. 


1 Comment »

Batiste duft

Ég á stóran blogghring sem ég skoða stundum á hverjum degi, í bloggferðalagi mínu á dögunum rakst ég á þetta volum duft frá Bastiste og mig kitlar í puttana því mig langar svo að prófa !!
Ég hef verið að nota þurrshampoo frá þessu merki og er rosa glöð með gæðin sem ég fæ fyrir ótrúlega lítinn pening. Kaupi þurrshampoin frá þeim bara í Bónus um leið og ég versla í matinn (munar svakalegu í verði milli Bónus og Hagkaup á þessum vörum). 
Ég hef prófað heilan haug af þurrshampoo-um frá öðrum merkjum en enda einhvernvegin alltaf bara aftur í Batiste, litlausu. Hef líka prófað með lit sem er spes fyrir dökkt hár og til í tveim tónum og mér finnst það ekkert betra. Aðal galdurinn er bara að halda brúsanum lengra frá hárinu þegar maður spreyjar og þá virkar þetta hvíta/litlausa ljómandi vel.


En nóg um þurrshampo og áfram með volum duft....
Ég er með rosa þykkt hár og finnst það stundum verða flatt upp við hausinn þegar ég er með það slegið því það er svo þungt. Fyrir nokkrum árum kynntist ég volum duftinu frá Lanza og ofnotaði það þangað til stauturinn var búinn. 
Þetta virkar ss. þannig að þetta er hvítt duft (sem minnir á rassapúður fyrir börn) sem maður setur í hársvörðinn á sér og notar svo fingurgómana til að nudda því í og ýfa um leið rótina. Þetta virkar geðveikt vel og maður fær sjúklega fína lyftingu í rótina.... en er ekki alveg jafn gaman að fara í sturtu og þrífa þetta úr því þetta verður smá eins og leir í hársverðinum þegar hárið blotnar. 

Eftir Lanza ævintýrið ákvað ég að hvíla mig aðeins á duftinu og keypti mér pínu pínu lítið vöfflu járn sem á að gera sama gagn þegar ég vaffla aðeins rótina og set svo hár yfir svo engin sjái vöfflurnar (þótt ég nenni sjaldnast að nota það). 

En núna er mig virkilega farið að langa að fá mér nýtt duft og þetta Batiste væri alveg kjörið fyrir mig !! Næsta mál á dagskrá er bara að komast að því hvort þetta fáist á Íslandi :D
 (Ef ekki þá fæst þetta td. hér)


2 Comments »

Miðvikudagspepp !Svoooooo satt !!

Við getum verið okkar verstu dómarar og óvinir stundum.
Höfum trú á sjálfum okkur og keyrum þetta í gang !

Áfram við :D

- B. 

2 Comments »